Endurkomusigur Vals í fyrstu umferð

Alyssa Cerino skoraði 34 stig fyrir Val.
Alyssa Cerino skoraði 34 stig fyrir Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur hafði betur gegn Þór frá Akureyri, 82:77, á heimavelli sínum í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta á Hlíðarenda í kvöld.

Þór byrjaði betur og náði mest tólf stiga forskoti í fyrri hálfleik, en níu stigum munaði á liðunum í hálfleik í stöðunni 50:41 fyrir Þór.

Valur vann þriðja leikhlutann 22:20 og minnkaði muninn í sjö stig. Valsliðið var svo mun sterkara í fjórða og síðasta leikhlutanum, vann hann 19:7 og leikinn í leiðinni.

Alyssa Cerino skoraði 34 stig fyrir Val og Dagbjört Dögg Karlsdóttir bætti við 19. Esther Fokke gerði 24 stig fyrir Þór og þær Amandine Toi og Eva Wium Elíasdóttir gerðu 13 hvor.  

Valur - Þór Ak. 82:77

N1-höllin á Hlíðarenda, Bónus deild kvenna, 01. október 2024.

Gangur leiksins:: 4:4, 12:12, 16:20, 25:23, 27:29, 34:39, 38:44, 41:48, 49:56, 54:63, 59:68, 63:70, 67:73, 70:75, 76:75, 82:77.

Valur: Alyssa Marie Cerino 34/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 19/4 fráköst/5 stolnir, Sara Líf Boama 11/9 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 7, Jutoreyia Tyelle Willis 4/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 3, Eydís Eva Þórisdóttir 2, Ásta Júlía Grímsdóttir 2/11 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 18 í sókn.

Þór Ak.: Esther Marjolein Fokke 24/6 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 13/5 stoðsendingar, Amandine Justine Toi 13/6 stolnir, Madison Anne Sutton 12/11 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 6, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 6/6 fráköst/3 varin skot, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 3.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Federick Alfred U Capellan.

Áhorfendur: 87

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert