Falur tekinn við KV

Falur Harðarson (t.h.) er nýr þjálfari KV.
Falur Harðarson (t.h.) er nýr þjálfari KV. Ljósmynd/KV

Körfuknattleiksdeild KV hefur ráðið Fal Harðarson sem þjálfara karlaliðsins fyrir komandi tímabil.

KV leikur í 1. deild á tímabilinu eftir að hafa komist upp úr 2. deild á síðasta tímabili.

Í 1. deild hefur KV leik gegn Hamri, sem féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, í Hveragerði annað kvöld.

Falur er 55 ára gamall og var síðast þjálfari karlaliðs Fjölnis en lét af störfum þar vorið 2020.

Hann var afar sigursæll sem leikmaður og varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Keflavík, þar á meðal sem spilandi þjálfari árið 2004. Sama ár varð Falur bikarmeistari og vann bikarinn tvisvar sinnum til viðbótar.

Ungur að árum þjálfaði hann kvennalið Keflavíkur og gerði liðið að tvöföldum meisturum árið 1990.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert