Ótrúleg endurkoma nýliðanna í Njarðvík

Brittany Dinkins sækir að Sauðkrækingum í Njarðvík í kvöld.
Brittany Dinkins sækir að Sauðkrækingum í Njarðvík í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Nýliðar Tindastóls unnu sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti Njarðvík í 3. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Njarðvík í kvöld.

Leiknum lauk með dramatískum sigri Tindastóls, 77:76, en Njarðvík var með 9 stiga forskot þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Tindastóll fer með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar og í 4 stig en Njarðvík, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er með 2 stig í sjötta sætinu.

Leikurinn var í járnum allan tímann en staðan var jöfn, 22:22, að fyrsta leikhluta loknum. Sauðkrækingar voru sterkari í öðrum leikhluta og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 41:37.

Njarðvík tókst að jafna metin í þriðja leikhluta og var staðan 56:56 að honum loknum. Njarðvíkingar voru svo sterkari framan af í fjórða leikhluta og leiddu, 70:61, þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Þegar 10 sekúndur voru til leiksloka kom Oumoul Coulibaly Tindastóli yfir, 77:76. Njarðvíkingar fengu tækifæri til þess að jafna en skotið geigaði og Tindastóll fagnaði sigri.

Randi Born var stigahæst hjá Tindastóli með 32 stig, sex fráköst og eina stoðsendingu og þá skoraði Coulibaly 18 stig og tók níu fráköst. Brittany Dinkins var stigahæst hjá Njarðvík með 21 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar.

Gangur leiksins:: 2:2, 8:8, 12:14, 22:22, 27:24, 29:30, 33:37, 37:41, 40:47, 45:48, 54:48, 56:54, 60:56, 70:64, 74:69, 76:77.

Njarðvík: Brittany Dinkins 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Björk Logadóttir 17, Ena Viso 12/4 fráköst, Bo Guttormsdóttir-Frost 8, Hulda María Agnarsdóttir 8, Emilie Sofie Hesseldal 6/14 fráköst/5 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 4/6 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Tindastóll: Randi Keonsha Brown 32/6 fráköst, Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 18/9 fráköst, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 9, Paula Cánovas Rojas 9/5 fráköst, Emma Katrín Helgadóttir 5, Edyta Ewa Falenzcyk 2/7 fráköst, Brynja Líf Júlíusdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson, Jón Svan Sverrisson.

Áhorfendur: 350

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert