Sterk byrjun Hamars/Þórs

Abby Beeman, sem átti magnaðan leik, sækir að körfu Aþenu …
Abby Beeman, sem átti magnaðan leik, sækir að körfu Aþenu í kvöld. mbl.is/Hákon

Nýliðar Hamars/Þórs fara vel af stað í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á leiktíðinni. Liðið hafði betur gegn Aþenu, 97:85, í nýliðaslag í Austurbergi í kvöld.  

Hamar/Þór er í 2.-4. sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki. Aþena er með tvö stig, eins og fimm önnur lið.

Aþena var með þriggja stiga forskot, 50:47, eftir jafnan fyrri hálfleik. Gestirnir frá Hveragerði og Þorlákshöfn voru hins vegar sterkari í seinni hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur.

Abby Beeman átti stórleik fyrir gestina og skoraði 44 stig og tók 10 fráköst. Teresa Da Silva bætti við 14 stigum.

Barbara Ola Zienieweska skoraði 28 stig og tók tíu fráköst fyrir Aþenu og Jade Edwards gerði 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert