Nýliðar KR unnu í Þorlákshöfn

Nimrod Hilliard skoraði 28 stig fyrir KR í kvöld.
Nimrod Hilliard skoraði 28 stig fyrir KR í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðar KR gerðu frábæra ferð til Þorlákshafnar og unnu heimamenn í Þór, 97:92, í þriðju umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Bæði lið eru nú með fjögur stig eftir þrjá leiki og var þetta fyrsta tap Þórs í deildinni á tímabilinu.

KR var með forystuna nánast allan leikinn. Mest varð hún 14 stig tvisvar í öðrum leikhluta en nokkrum sinnum tókst Þór að minnka muninn niður í þrjú stig.

Það gerðu heimamenn til að mynda seint í leiknum í stöðunni 83:80 og svo 95:92 undir blálokin en Vesturbæingar hleyptu þeim ekki nær og unnu að lokum sterkan fimm stiga sigur.

Stigahæstur í leiknum var Nimrod Hilliard með 28 stig og sjö fráköst fyrir KR.

Jordan Semple var stigahæstur hjá Þór með 27 stig og sjö fráköst.

Þór Þ. - KR 92:97

Icelandic Glacial höllin, Bónus deild karla, 18. október 2024.

Gangur leiksins:: 5:2, 9:12, 13:18, 20:24, 22:32, 24:36, 33:44, 44:51, 49:55, 54:57, 57:68, 63:71, 70:77, 76:81, 80:86, 92:97.

Þór Þ.: Jordan Semple 27/7 fráköst, Justas Tamulis 18/4 fráköst, Marcus Brown 16, Morten Bulow 10/4 fráköst, Marreon Jackson 10/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 5, Emil Karel Einarsson 3, Davíð Arnar Ágústsson 3.

Fráköst: 17 í vörn, 7 í sókn.

KR: Nimrod Hilliard IV 28/7 fráköst, Vlatko Granic 19/8 fráköst, Linards Jaunzems 16/7 fráköst, Orri Hilmarsson 14, Dani Koljanin 10/11 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 7/4 fráköst/7 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árnason 2/4 fráköst, Lars Erik Bragason 1.

Fráköst: 26 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Ingi Björn Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka