Cleveland Cavaliers jafnaði félagsmet þegar liðið vann Milwaukee Bucks, 116:114, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Cleveland hefur unnið fyrstu átta leiki sína á tímabilinu og jafnaði þar með met sitt frá tímabilinu 1976-77.
Darius Garland fór á kostum er hann skoraði 39 stig fyrir liðið.
Damian Lillard fór fyrir Milwaukee í fjarveru gríska undursins Giannis Antetokounmpo og skoraði 36 stig.
Oklahoma City Thunder er líkt og Cleveland taplaust á tímabilinu en liðið vann sjöunda leik sinn er Orlando Magic lá í valnum, 102:86.
Jalen Williams var með 23 stig fyrir Oklahoma City og Shai Gilgeous-Alexander bætti við 21 stigi.
Úrslit næturinnar:
Cleveland - Milwaukee 116:114
Oklahoma City - Orlando 102:86
Phoenix - Philadelphia 118:116
Denver - Toronto 121:119
Dallas - Indiana 127:134
Minnesota - Charlotte 114:93
Houston - New York 109:97
Washington - Golden State 112:125
Detroit - LA Lakers 115:103
Atlanta - Boston 93:123
Brooklyn - Memphis 106:104
Miami - Sacramento 110:111
Chicago - Utah 126:135