Naumt tap Íslands fyrir sterku liði

Danielle Rodriguez með boltann í sínum fyrsta landsleik í kvöld.
Danielle Rodriguez með boltann í sínum fyrsta landsleik í kvöld. mbl.is/Karítas

Ísland mátti þola tap fyrir Slóvakíu, 78:70, í þriðja leik liðsins í undankeppni EM kvenna í körfubolta í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld. 

Íslenska liðið er áfram án stiga neðst í F-riðlinum en hin lið riðilsins eru Rúmenía og Tyrkland. Tyrkland burstaði Rúmeníu áðan, 101:54, og er efst í riðlinum með sex stig. Slóvenía er síðan í öðru sæti með fjögur stig og Rúmenía í þriðja með tvö. Ísland fær Rúmeníu í heimsókn næsta sunnudagskvöld.

Fyrsti leikhluti var frábær hjá íslenska liðinu. Slóvakar settu fyrstu stig leiksins en eftir það náði Ísland yfirhöndinni. Danielle Rodriguez var fremst í flokki en Diljá Ögn Lárusdóttir kom einnig vel inn.

Ísland náði mest tólf stiga forystu í fyrsta leikhluta, 22:10, en leikhutanum lauk með átta stiga mun, 24:16.

Danielle bar uppi sóknarleik íslenska liðsins í öðrum leikhluta en þá komu þær slóvakísku sér hægt og rólega inn í leikinn.

Ísland lék ekki með sama sjálfstrausti í sóknum sínum og Slóvakía fór að setja sínar körfur. Gerði það að verkum að slóvakíska liðið fór fimm stigum yfir til búningsklefa, 40:35.

Danielle var alveg frábær í fyrri hálfleik en hún skoraði 19 stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Þriðji betri en fjórði 

Íslenska liðið mætti hins vegar aftur öflugt til leiks í síðari hálfleiks og tók það Slóvakíu yfir fimm mínútur að skora sín fyrstu stig.

Ísland náði mest fimm stiga forskoti í þriðja leikhluta, 45:40, en Slóvakía kom til baka og var tveimur stigum yfir, 55:53, fyrir síðasta leikhlutann.

Slóvakía náði mest tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta, 69:59, eftir brösuglega byrjun íslenska liðsins. Íslensku landsliðskonurnar börðust þó til enda og minnkuðu muninn.

Danielle skoraði alls 29 stig fyrir Ísland en Thelma Dís Ágústdóttir skoraði ellefu. Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði þá tíu. 

Frábærir kaflar Íslands

Íslenska liðið fór afskaplega vel af stað og fann maður fyrir orkunni í öllu húsinu. Þrátt fyrir að slóvakíska liðið sé mun stærra og sterkara var það ekki að sjá í fyrsta leikhluta og voru íslensku landsliðskonurnar einfaldlega mun grimmari í öllum aðgerðum.

Þegar leið á leikinn breyttist það þó töluvert. Ísland náði að spila vel á köflum en Slóvakía var heilt yfir sterkari aðilinn.

Þegar Íslensku landsliðskonurnar voru upp á sitt besta í kvöld spiluðu þær frábæran körfubolta. Að standa í hörkuliði eins og Slóvakíu með öll þessi skakkaföll er vel af sér vikið og getur landsliðið því gengið sátt frá borði og augljóst að það séu bjartir tímar fram undan.

Í þriðja leikhluta var sami kraftur í íslenska liðinu og í byrjun leiks og átti Slóvakía fá svör við sterkum leik Íslands. Þegar leið á leikhlutann náði Slóvakía að koma sér betur inn í leikinn og var yfir fyrir þann fjórða.



Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Víkingur R. 2:0 Borac Banja Luka opna
90. mín. Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) fær gult spjald +2 Kemur of seint í Herrera.

Leiklýsing

Ísland 70:78 Slóvakía opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert