Íslendingur dæmir landsleik í Finnlandi

Davíð Tómas Tómasson, fyrir miðju.
Davíð Tómas Tómasson, fyrir miðju. mbl.is/Óttar Geirsson

Körfuknattleiksdómarinn Davíð Tómas Tómasson mun dæma leik Finnlands og Slóveníu í B-riðli undankeppni EM 2025 sem fram fer í Helsinki í Finnlandi í dag.

Paulina Gajdosz frá Póllandi og Sara Mansson frá Svíþjóð munu dæma leikinn með Davíð Tómasi og þá verður Eric Bertrand frá Sviss tæknifulltrúi FIBA á leiknum.

Bæði lið eru með 2 stig í öðru og þriðja sæti riðilsins eftir fyrstu tvær umferðir riðlakeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert