Endurkoma ÍR-inga dugði ekki til

Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur hjá Keflavík.
Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur hjá Keflavík. Kristinn Magnússon

Keflavík hafði betur gegn ÍR, 91:79, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Skógarseli í Breiðholti í kvöld. Keflavík er með sex stig, eins og Grindavík í 5.-6. sæti. ÍR er sem fyrr án stiga á botninum.

Keflvíkingar voru með gott forskot stóran hluta leiks og varð munurinn mestur 23 stig í stöðunni 80:57 í lok þriðja leikhluta. Var staðan eftir leikhlutann 80:62 og stefndi í þægilegan sigur Keflavíkur.

ÍR neitaði að gefast upp og með þrettán fyrstu stigunum í fjórða leikhluta tókst ÍR að minnka muninn í fimm stig, 80:75, þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka.

Nær komust heimamenn ekki því Keflavík vaknaði til lífsins og sigldi að lokum sigrinum í höfn.

Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur í Keflavík með 20 stig. Igor Maric kom næstur með 14.

Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 23 stig fyrir ÍR og Matej Kavas gerði 20.

ÍR - Keflavík 79:91

Skógarsel, Bónus deild karla, 08. nóvember 2024.

Gangur leiksins:: 5:6, 13:10, 17:20, 22:32, 26:36, 32:44, 38:51, 43:59, 48:59, 55:70, 57:73, 62:80, 66:80, 73:80, 77:85, 79:91.

ÍR: Hákon Örn Hjálmarsson 23/8 stoðsendingar, Matej Kavas 20/6 fráköst, Jacob Falko 17, Zarko Jukic 11/8 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 7, Collin Anthony Pryor 1/6 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 20, Igor Maric 14/5 fráköst, Jaka Brodnik 13/6 fráköst, Marek Dolezaj 13/9 fráköst, Sigurður Pétursson 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 8/6 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 7, Jarell Reischel 7/4 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 207

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert