Keflavík hafði betur gegn ÍR, 91:79, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Skógarseli í Breiðholti í kvöld. Keflavík er með sex stig, eins og Grindavík í 5.-6. sæti. ÍR er sem fyrr án stiga á botninum.
Keflvíkingar voru með gott forskot stóran hluta leiks og varð munurinn mestur 23 stig í stöðunni 80:57 í lok þriðja leikhluta. Var staðan eftir leikhlutann 80:62 og stefndi í þægilegan sigur Keflavíkur.
ÍR neitaði að gefast upp og með þrettán fyrstu stigunum í fjórða leikhluta tókst ÍR að minnka muninn í fimm stig, 80:75, þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka.
Nær komust heimamenn ekki því Keflavík vaknaði til lífsins og sigldi að lokum sigrinum í höfn.
Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur í Keflavík með 20 stig. Igor Maric kom næstur með 14.
Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 23 stig fyrir ÍR og Matej Kavas gerði 20.
Skógarsel, Bónus deild karla, 08. nóvember 2024.
Gangur leiksins:: 5:6, 13:10, 17:20, 22:32, 26:36, 32:44, 38:51, 43:59, 48:59, 55:70, 57:73, 62:80, 66:80, 73:80, 77:85, 79:91.
ÍR: Hákon Örn Hjálmarsson 23/8 stoðsendingar, Matej Kavas 20/6 fráköst, Jacob Falko 17, Zarko Jukic 11/8 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 7, Collin Anthony Pryor 1/6 fráköst.
Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.
Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 20, Igor Maric 14/5 fráköst, Jaka Brodnik 13/6 fráköst, Marek Dolezaj 13/9 fráköst, Sigurður Pétursson 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 8/6 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 7, Jarell Reischel 7/4 fráköst.
Fráköst: 28 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.
Áhorfendur: 207