Taphrinunni lauk gegn meisturunum

Courvoisier McCaluey átti flottan leik fyrir Hött.
Courvoisier McCaluey átti flottan leik fyrir Hött. Arnþór Birkisson

Höttur hafði betur gegn Val, 83:70, á heimavelli í úrvalsdeild karla í körfubolta á Egilsstöðum í kvöld. Var sigurinn kærkominn fyrir Hött eftir þrjú töp í röð. Valur hefur tapað tveimur í röð.

Höttur er nú eitt þriggja liða með sex stig, fjórum stigum á eftir toppliðum Tindastóls og Stjörnunnar. Valur er með fjögur stig í 7.-10. sæti.

Hattarmenn byrjuðu með látum og unnu fyrsta leikhlutann 30:11. Valur svaraði með 32:15-sigri í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 45:43, Hetti í vil.

Heimamenn voru mun sterkari í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur.

Courvoisier McCauley skoraði 24 stig fyrir Hött og Adam Eiður Ásgeirsson gerði 14. Taiwo Badmus skoraði 23 stig fyrir Val og Kristinn Pálsson 22.

Höttur - Valur 83:70

MVA-höllin Egilsstöðum, Bónus deild karla, 08. nóvember 2024.

Gangur leiksins:: 15:3, 21:3, 30:7, 30:11, 32:15, 35:20, 40:32, 45:43, 51:46, 55:47, 62:49, 67:57, 69:63, 73:66, 77:68, 83:70.

Höttur: Courvoisier McCauley 24/9 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 14/6 fráköst, David Guardia Ramos 13, Obadiah Nelson Trotter 13, Gustav Suhr-Jessen 10/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/4 fráköst, Adam Heede-Andersen 4/6 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 1/15 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.

Valur: Taiwo Hassan Badmus 23/8 fráköst, Kristinn Pálsson 22/5 fráköst, Frank Aron Booker 10/10 fráköst, Kári Jónsson 5/4 fráköst, Bruno Levanic 5/4 fráköst, Sherif Ali Kenny 3, Hjálmar Stefánsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Þór Eyþórsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 267

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert