Bandaríski körfuknattleikskappinn LeBron James hefur ákveðið að hætta á öllum samfélagsmiðlum.
James, sem er 39 ára gamall, tilkynnti þetta sjálfur á samfélagsmiðlinum X þar sem hann er með 52,9 milljónir fylgjenda en hann er í þriðja sæti yfir vinsælustu íþróttamenn miðilsins. Aðeins Cristiano Ronaldo og Neymar eru með fleiri fylgjendur.
Á Instagram er James fimmti vinsælasti íþróttamaðurinn á eftir þeim Ronaldo, Lionel Messi, krikketstjörnunni Virat Kohli og svo Neymar en körfuboltastjarnan er með 159 milljón fylgjendur þar.
„Ég ætla að láta mig hverfa af samfélagsmiðlum,“ skrifaði LeBron í færslu sem hann birti á Twitter.
„Sjáumst síðar og farið vel með ykkur,“ bætti körfuboltamaðurinn svo við.
And with that said I’ll holla at y’all! Getting off social media for the time being. Y’all take care ✌🏾👑
— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024