Toppliðin tvö á beinu brautina

Andrew Wiggins treður í nótt.
Andrew Wiggins treður í nótt. AFP/Ezra Shaw

Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers unnu bæði sigra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir töp í síðustu umferð en liðin tróna á toppi vestur- og austurdeildarinnar.

Kanadamaðurinn Andrew Wiggins var stigahæstur hjá Golden State þegar liðið vann öruggan sigur gegn Atlanta í San Francisco, 120:97, en hann skoraði 27 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Þá var Ty Jerome stigahæstur hjá Cleveland þegar liðið vann öruggan sigur gegn New Orleans Pelicans í Cleveland, 128:100, en Jerome skoraði 29 stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu í leiknum.

Golden State er með 11 sigra í efsta sæti vesturdeildarinnar á meðan Cleveland er í efsta sæti austurdeildarinnar með 16 sigra.

Úrslit næturinnar:

Cleveland – New Orleans 128:100
Milwaukee – Chicago 122:106
Houston – Indiana 130:113
Memphis – Philadelphia 117:111
Oklahoma City – Portland 109:99
Golden State – Atlanta 120:97
Phoenix – New York 122:138
LA Clippers – Orlando 104:93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert