Tyrkir tryggðu sér í kvöld sæti á lokamóti EM karla í körfubolta með því að sigra Ungverjaland, 81:76, á útivelli í riðli Íslands í undankeppninni.
Tyrkland er með þrjá sigra og eitt tap eftir fjóra leiki og öruggt með eitt af þremur efstu sætum riðilsins og sæti á lokamótinu.
Cedi Osman átti stórleik fyrir Tyrkland og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Gyorgy Goloman skoraði 16 fyrir Ungverjaland.
Þá tryggði Slóvenía sér einnig sæti á lokamótinu með sigri á Portúgal, 83:82. Klemen Preplic skoraði 31 stig fyrir Slóveníu og Travante Williams gerði 17 fyrir Portúgal.