Uppselt á leik Íslands

Jón Axel Guðmundsson í baráttunni gegn Ítölum á föstudagskvöld.
Jón Axel Guðmundsson í baráttunni gegn Ítölum á föstudagskvöld. Eyþór Árnason

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir því ítalska í undankeppni Evrópumótsins í Reggio Emilia á Ítalíu klukkan 19.30.

Ekki er lengur hægt að fá miða því uppselt er á leikinn. Höllin í Reggio Emilia, sem er á Norður-Ítalíu, tekur um 4.500 áhorfendur.

RÚV greinir frá. Ítalía er á toppi riðilsins með þrjá sigra eftir þrjá leiki. Ísland er í þriðja sæti af fjórum liðum með einn sigur og tvö töp.

Þjóðirnar mættust í Laugardalshöll á föstudag og vann Ítalía þá öruggan sigur, 95:71.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert