Tindastóll lagði Hamar/Þór að velli í mögnuðum nýliðaslag í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í Hveragerði í kvöld, 105:103.
Tindastóll er þá kominn í efri hluta deildarinnar, situr í fimmta sætinu með 8 stig eftir átta leiki en Hamar/Þór dettur niður í áttunda sætið með 6 stig.
Tónninn var gefinn í fyrsta leikhluta þegar skoruð voru 66 stig og í hálfleik voru þau orðin 110 en staðan þá var jöfn, 55:55.
Fjörið og spennan héldu áfram í síðari hálfleik. Tindastóll komst í 103:99 þegar ein mínúta var eftir en Abby Beeman var búin að jafna fyrir Hamar/Þór með tveimur körfum þegar 19 sekúndur voru eftir, 103:103.
Edyta Ewa Falenzcyk skoraði fyrir Tindastól, 105:103, þegar fjórar sekúndur voru eftir og það reyndist vera sigurkarfan.
Randi Brown átti stórleik með Tindastóli og skoraði 42 stig. Edyta Eva skoraði 24 stig og Brynja Líf Júlíusdóttir 18.
Abby Beeman skoraði 27 stig fyrir Hamar/Þór og átti 16 stoðsendingar. Hana Ivanusa skoraði 21 stig og Anna Soffía Lárusdóttir 13.
Gangur leiksins:: 7:7, 23:13, 24:22, 31:33, 38:39, 44:47, 51:50, 55:55, 66:62, 74:68, 77:78, 83:78, 91:83, 96:87, 96:98, 103:105.
Hamar/Þór: Abby Claire Beeman 27/6 fráköst/16 stoðsendingar, Hana Ivanusa 21/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, Anna Soffía Lárusdóttir 13/6 fráköst, Gígja Rut Gautadóttir 10, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 9, Bergdís Anna Magnúsdóttir 6, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 4, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 3.
Fráköst: 18 í vörn, 5 í sókn.
Tindastóll: Randi Keonsha Brown 42/4 fráköst/7 stoðsendingar, Edyta Ewa Falenzcyk 24/9 fráköst, Brynja Líf Júlíusdóttir 18/4 fráköst, Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 13/12 fráköst/10 stoðsendingar, Inga Sólveig Sigurðardóttir 4, Emma Katrín Helgadóttir 2, Paula Cánovas Rojas 2.
Fráköst: 30 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Sigurbaldur Frímannsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.
Áhorfendur: 62