Oklahoma City Thunder hafði naumlega betur gegn Golden State Warriors, 105:101, í toppslag Vesturdeildar bandarísku NBA-deildarinnar í körfubolta karla á heimavelli Golden State í San Francisco í nótt.
Oklahoma er í toppsæti Vesturdeildarinnar með 14 sigra og fjögur töp. Golden State er í þriðja sæti með 12 sigra og sex töp en Houston Rockets komst í annað sætið í nótt.
Shai Gilgeous-Alexander átti stórleik fyrir Oklahoma en hann skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hjá Golden State skoraði Draymond Green tíu stig, tók 14 fráköst og gaf sex stoðsendingar.
Los Angeles Lakers gerði góða ferð til San Antonio og vann San Antonio Spurs, 119:101, í nótt.
Lakers er með ellefu sigra og sjö töp en San Antonio er með tíu sigra og níu töp.
Anthony Davis skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og gaf sjö stoðsendingar í liði Lakers en Victor Wembanyama skoraði 20 stig, tók tíu fráköst og gaf tvær stoðsendingar fyrir San Antonio.
Önnur úrslit:
Washington Wizards - Los Angeles Clippers 96:121
Philadelphia 76ers - Houston Rockets 115:122
Orlando Magic - Chicago Bulls 133:119
Indiana Pacers - Portland Trail Blazers 121:114
Cleveland Cavaliers - Atlanta Hawks 124:135
Charlotte Hornets - Miami Heat 94:98
Dallas Mavericks - New York Knicks 129:114
New Orlenas Pelicans - Toronto Raptors 93:119
Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 104:115
Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 131:111
Utah Jazz - Denver Nuggets 103:122
Phoenix Suns - Brooklyn Nets 117:127