Danielle frábær í stórsigri

Danielle Rodriguez var frábær í liði Fribourg í dag.
Danielle Rodriguez var frábær í liði Fribourg í dag. Morgunblaðið/Eyþór

Íslenska landsliðskonan Danielle Rodriguez átti frábæran leik þegar lið hennar, Fribourg, gerði góða ferð til Nyon og vann þar stórsigur, 85:47, í svissnesku deildinni í körfubolta í dag.

Danielle skoraði 18 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á þeim rúmu 25 mínútum sem hún spilaði í dag.

Um sannkallaðan toppslag var að ræða í svissnesku deildinni en með sigrinum komst Fribourg upp fyrir Nyon á topp deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert