Íslensk atvinnudeild?

Hilmar Smári Henningsson er einn af landsliðsmönnum Íslands sem spila …
Hilmar Smári Henningsson er einn af landsliðsmönnum Íslands sem spila með Stjörnunni. mbl.is/Ólafur Árdal

Á dögunum tók bakvörður fyrir glæsilegan útisigur Íslands á Ítalíu í körfubolta karla og nefndi þá í leiðinni hvað íslenska úrvalsdeildin er orðin sterk því átta af tólf leikmönnum landsliðsins í þessum leik spila þar.

Í framhaldi af því gaukaði góðkunningi bakvarðar að honum hugmynd um að gera karladeildina að alvöruatvinnudeild eins og víða í heiminum. Félög skrái sig í hana og þurfi að uppfylla ýmis skilyrði en ekkert lið fellur. Þetta þekkjum við meðal annars í NBA.

Góðkunninginn sagði jafnframt að um leið væri hægt að stofna næstefstu deild með jafnmörgum liðum og þar væru erlendir leikmenn bannaðir.

Hvert lið í efstu deild ætti sér dótturfélag í næstefstu deild og íslenskir leikmenn gætu spilað með báðum liðum, samkvæmt einhverjum vel úthugsuðum reglum.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert