Njarðvíkingar einir í þriðja sæti

Khalil Shabazz átti góðan leik.
Khalil Shabazz átti góðan leik. Árni Sæberg

Njarðvík hafði betur gegn Grindavík, 94:87, í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld.

Njarðvík er nú ein í þriðja sæti með tólf stig, tveimur stigum frá Tindastóli og Stjörnunni sem eiga leik til góða. Grindavík er í fjórða sæti með tíu stig.

Heimamenn í Njarðvík lögðu grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik en staðan eftir hann var 51:37 og var Grindavík ekki nálægt því að jafna í seinni hálfleik, þrátt fyrir 28:22-sigur í fjórða leikhluta.

Khalil Shabazz skoraði 27 stig fyrir Njarðvík og Veigar Páll Alexandersson gerði 21. DeAndre Kane skoraði 24 stig og tók ellefu fráköst fyrir Grindavík. Devon Tomas skoraði 22 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert