Frá Afríku til Njarðvíkur

Evans Ganapamo í leik með Cape Town Tigres.
Evans Ganapamo í leik með Cape Town Tigres.

Njarðvíkingar hafa fengið til liðs við sig körfuboltamanninn Evans Ganapamo sem er landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins.

Ganapamo er þrítugur bakvörður, 2,01 metrar á hæð, sem lék síðast með liði Bangui í heimalandi sínu. Á síðasta ári lék hann með Montreal Alliance í Kanada en þar á undan með Cape Town Tigers í Suður-Afríku, París í frönsku B-deildinni og atvinnuferilinn hóf hann með Rosenheim í þýsku D-deildinni.

Ganapamo var í bandarískum háskóla og fór í nýliðaval NBA árið 2017 en var ekki valinn. Hann er með franskt vegabréf og því skráður sem Evrópubúi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert