Keflavík valtaði yfir Tindastól

Keflvíkingar fóru illa með Tindastól.
Keflvíkingar fóru illa með Tindastól. Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Keflavík vann stórsigur á Tindastóli, 120:93, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Keflavík í kvöld.

Keflvíkingar eru nú með tíu stig eins og Grindavík og Þór frá Þorlákshöfn í 4.-6. sæti. Tindastóll er í öðru sæti með 14 stig og nú tveimur stigum frá Stjörnunni sem er ein á toppnum.

Heimamenn í Keflavík unnu fyrsta leikhlutann 28:20 og voru með 59:50-forskot í hálfleik. Keflavík var mun sterkari í þriðja leikhluta, vann hann 32:19, og var eftirleikurinn í fjórða og síðasta leikhlutanum auðveldur.

Ty-Shon Alexander skoraði 33 stig fyrir Keflavík og Remu Emil Raitanen gerði 20 í sínum fyrsta leik með liðinu. Dedrick Basile skoraði 20 stig fyrir Tindastól og Giannis Agravanis skoraði 17.

Keflavík - Tindastóll 120:93

Blue-höllin, Bónus deild karla, 06. desember 2024.

Gangur leiksins:: 6:3, 14:11, 20:13, 28:20, 33:26, 46:35, 52:42, 59:50, 69:57, 81:63, 83:67, 91:69, 105:75, 112:81, 113:91, 120:93.

Keflavík: Ty-Shon Alexander 33/7 fráköst, Remu Emil Raitanen 20/8 fráköst, Jaka Brodnik 17, Igor Maric 14/4 fráköst, Jarell Reischel 14/11 fráköst/5 stoðsendingar, Marek Dolezaj 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Frosti Sigurðsson 3, Ismael Herrero Gonzalez 3/5 stoðsendingar, Finnbogi Páll Benónýsson 2.

Fráköst: 35 í vörn, 12 í sókn.

Tindastóll: Dedrick Deon Basile 20/9 stoðsendingar, Giannis Agravanis 17/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/5 fráköst, Adomas Drungilas 12/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 11, Ragnar Ágústsson 8/7 fráköst, Davis Geks 5, Axel Arnarsson 2, Sadio Doucoure 2/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 435

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert