Slóveninn Luka Doncic fór á kostum með Dallas Mavericks er liðið vann sjö stiga sigur gegn Toronto Raptors, 125:118, í NBA-deildinni í nótt.
Doncic var með tvöfalda þrennu eða 30 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar. Samherji hans Kyrie Irving skoraði 29 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar.
Í liði Raptors var Gradey Dick stigahæstur með 27 stig og reif einnig niður fjögur fráköst.
Nikola Jokic skoraði 56 stig fyrir Denver Nuggets er liðið mátti þola tap gegn Washington Wizards, 122:113, í nótt.
Auk þess að skora 56 stig tók Jokic 16 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Jordan Poole var stigahæstur fyrir Wizards með 39 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar.
Memphis Grizzlies gerði góða ferð til Boston og hafði betur gegn Boston Celtics, 127:121, í nótt.
Ja Morant átti stórleik fyrir Grizzlies með 32 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar. Samherji hans Jaren Jackson Jr. skoraði 27 stig og gaf níu stoðsendingar.
Jrue Holiday var með 23 stig, fjögur fráköst og þrjár stoðsendingar fyrir Celtics.
Öll úrslit:
New Orleans Pelicans - Oklahoma Thunder 109:119
Washington Wizards - Denver Nuggets 122:113
New York Knicks - Detroit Pistons 111:120
Toronto Raptors - Dallas Mavericks 118:125
Boston Celtcis - Memphis Grizzlies 121:127
Miami Heat - Phoenix Suns 121:111