Tindastóll hafði betur gegn Aþenu, 58:53, í nýliðaslag í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á heimavelli sínum á Sauðárkróki í kvöld.
Tindastóll er með 12 stig, eins og Keflavík og Þór frá Akureyri, tveimur stigum á eftir toppliðum Hauka og Njarðvíkur en Haukar eiga leik til góða.
Aþena vann fyrsta leikhlutann 18:17 en Tindastóll þann annan 14:13 og var staðan í hálfleik því 31:31.
Aþenukonur unnu þriðja leikhlutann 13:9 en Tindastóll sneri taflinu sér í vil í fjórða leikhlutanum og vann hann 18:9.
Ilze Jakobsone skoraði 19 stig fyrir Tindastól og Randi Brown gerði 17. Teresa Da Silva skoraði 14 stig fyrir Aþenu og Ajulu Thatha 13.