Snæfell dregur lið sitt úr keppni

Úr leik hjá Snæfelli á síðasta tímabili.
Úr leik hjá Snæfelli á síðasta tímabili. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur ákveðið að draga kvennalið félagsins úr keppni í 1. deildinni. Ákvörðunin tekur tafarlaust gildi og spilar liðið því ekki fleiri leiki á tímabilinu.

Snæfell var í sjöunda sæti af átta liðum í 1. deildinni með tvo sigra í sjö leikjum.

„Að vel ígrunduðu máli hafa stjórn kkd. Snæfells, Aðalstjórn félagsins og aðstandendur leikmanna ákveðið að draga liðið úr keppni í 1. deild kvenna frá og með deginum í dag, 11. desember. Stelpurnar munu því ekki leika síðasta leik sinn fyrir jólafrí sem átti að fara fram á laugardag.

Nú hefst tími skipulags og uppbyggingar innan yngri flokka félagsins svo kvennalið Snæfells geti mætt af fullum krafti til leiks í framtíðinni. Snæfell þakkar stelpunum fyrir sitt framlag á leiktíðinni,“ sagði í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Snæfells.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert