Landsliðskonan með 100 prósent skotnýtingu

Danielle Rodriguez í leik með íslenska landsliðinu.
Danielle Rodriguez í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Ólafur Árdal

Danielle Rodriguez, landsliðskona í körfuknattleik, átti stórleik fyrir Fribourg í 95:37-sigri á Aarau í úrvalsdeildinni í Sviss í dag.

Danielle var stigahæst í leiknum er hún skoraði 18 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar á 23 mínútum hjá Fribourg.

Var Danielle þar að auki með 100 prósent skotnýtingu; skoraði úr öllum átta skotum sínum.

Liðið er á toppi deildarinnar og hefur unnið alla tíu leiki sína til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert