Jón Axel Guðmundsson og liðsfélagar hans í San Pablo Burgos verða á toppnum í spænsku B-deildinni eftir öruggan sigur á Morón, 89:66, á útivelli í kvöld.
San Pablo er með 25 stig eftir 13 leiki, tveimur stigum fyrir ofan Fuenlabrada og Estudiantes í sætunum tveimur fyrir neðan.
Grindvíkingurinn Jón Axel hafði hægt um sig í sóknarleiknum en hann lék 21 mínútu og skoraði þrjú stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu.