Snýr aftur til Hauka

De'Sean Parsons í leik með Haukum á síðasta tímabili.
De'Sean Parsons í leik með Haukum á síðasta tímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við bandaríska framherjann De’Sean Parsons um að leika með liðinu fram á vor.

Parsons er Haukum að góðu kunnur enda lék hann með liðinu á síðasta tímabilinu.

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Hauka kemur fram að Parsons komi frá Ástralíu, muni starfa í barna- og unglingastarfi Hauka og svo snúa aftur til Ástralíu í vor.

Um leið var staðfest að Steeve Ho You Fat og Tyson Jolly verði ekki áfram hjá Haukum og áréttað að leit að nýjum þjálfara karlaliðsins standi áfram yfir.

„De’Sean er sannur félagsmaður og fyrirmynd, og við bindum vonir við að hann muni styrkja liðið í þeirri baráttu sem fram undan er.

Leit að nýjum þjálfara karlaliðsins stendur yfir, og við vonumst til að kynna nýjan þjálfara innan skamms,“ sagði meðal annars í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert