Vildu ekki selja íslenska fyrirliðann

Martin Hermannsson í leik með Alba Berlín gegn Zalgiris Kaunas …
Martin Hermannsson í leik með Alba Berlín gegn Zalgiris Kaunas í Evrópudeildinni. Ljósmynd/EuroLeague

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik og fyrirliði þýska liðsins Alba Berlín, er eftirsóttur af liðum í Euroleague, eða Evrópudeildinni, sterkustu deild Evrópu.

Hann leikur þar með þýska liðinu og er í lykilhlutverki. Mörg lið í deildinni eru að svipast um eftir nýjum leikmönnum þessa dagana en félagaskiptaglugga deildarinnar verður lokað á jóladag, 25. desember.

Vefmiðillinn Basketnews segir að samkvæmt sínum heimildum sé Martin einn af eftirsóttustu leikmönnum deildarinnar um þessar mundir, hafi fengið margar fyrirspurnir og eitt mjög gott tilboð frá liði í Euroleague.

Alba hafi hins vegar gert öllum það ljóst að fyrirliðinn sé ekki til sölu núna, enda sé liðið nýbúið að selja Trevino Williams til Maccabi Tel Aviv.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert