Troðsla Tryggva á meðal tilþrifa ársins

Tryggvi Snær Hlinason í baráttunni í landsleik.
Tryggvi Snær Hlinason í baráttunni í landsleik. mbl.is/Eyþór

Glæsileg troðsla Tryggva Snæs Hlinasonar eftir magnaða sendingu Elvars Más Friðrikssonar í leik gegn Ungverjalandi er á meðal tíu bestu tilþrifa undankeppni EM 2025 að mati Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, á árinu 2024.

Leikur Íslands gegn Ungverjalandi fór fram í febrúar síðastliðnum og lauk með sigri Íslands, sem er nálægt því að komast á sitt þriðja Evrópumót frá upphafi.

Tilþrifin glæsilegu, þar sem Elvar Már keyrir að körfunni áður en hann gefur boltann aftur fyrir sig og Tryggvi Snær treður, má sjá hér:

Hér er hægt að kjósa tilþrif Tryggva Snæs og Elvars Más sem þau bestu á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert