Álftanes vann í Keflavík eftir spennu

Álftanes gerði góða ferð til Keflavíkur.
Álftanes gerði góða ferð til Keflavíkur. mbl.is/Eyþór Árnason

Álftanes gerði góða ferð til Keflavíkur og hafði betur gegn Keflvíkingum, 89:87, í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík fékk tvö tækifæri til að jafna eða komast yfir í lokin en það gekk ekki.

Keflavík er með tólf stig í 3.-6. sæti á meðan Álftanes er í áttunda sæti með tíu stig.

Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 43:43. Álftanes náði forystunni með 30:20-sigri í þriðja leikhluta og tókst Keflavík ekki að jafna, þrátt fyrir áhlaup í lokaleikhlutanum.

Haukur Helgi Pálsson skoraði 22 stig fyrir Álftanes og David Okeke bætti við 20 stigum og níu fráköstum. Igor Maric skoraði 20 fyrir Keflavík og Jaka Brodnik gerði 15 stig.

Keflavík - Álftanes 87:89

Blue-höllin, Bónus deild karla, 02. janúar 2025.

Gangur leiksins:: 10:9, 18:18, 21:20, 23:22, 30:26, 34:32, 38:36, 43:43, 43:52, 48:62, 56:64, 63:73, 65:76, 74:79, 78:84, 87:89, 87:89, 87:89.

Keflavík: Igor Maric 20, Jaka Brodnik 15, Sigurður Pétursson 12, Remu Emil Raitanen 12/12 fráköst, Jarell Reischel 11/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ty-Shon Alexander 7/5 stoðsendingar.

Fráköst: 18 í vörn, 10 í sókn.

Álftanes: Haukur Helgi Briem Pálsson 22/3 varin skot, David Okeke 20/9 fráköst, Justin James 18/6 fráköst, Dimitrios Klonaras 12/8 fráköst, Viktor Máni Steffensen 8, Dúi Þór Jónsson 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 3.

Fráköst: 21 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 400

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka