Kristinn Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, er í leikmannahópi liðsins í leik gegn Hetti í 12. umferð úrvalsdeildar karla sem er nýhafinn á Egilsstöðum.
Kristinn, sem fagnar fertugsafmæli sínu í næstu viku, lagði skóna á hilluna fyrir tæpum sex árum, vorið 2019, en gæti komið við sögu í kvöld.
Leikur Hattar og Haukar hófst klukkan 19 í kvöld og er mikilvægur í fallbaráttunni þar sem Höttur er í tíunda sæti með átta stig og Haukar á botninum með fjögur.