Körfuknattleiksmaðurinn Luke Moyer er genginn til liðs við Skallagrím, sem leikur í næstefstu deild.
Moyer, sem er 31 árs bandarísku bakvörður með ítalskt vegabréf, lék alls átta leiki með Njarðvík á síðustu leiktíð.
Áður en Moyer kom til Njarðvíkur lék hann með Zamora í spænsku C-deildinni. Þar á undan lék hann með Titebi í Georgíu og spilaði einnig í Mexíkó eftir að háskólavistinni í Bandaríkjunum lauk.