Haukar unnu geysilega mikilvægan sigur, 89:86, á Hetti í fallslag í 12. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld.
Um fyrsta leik Hauka undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar var að ræða. Haukar eru enn í neðsta sæti en nú með sex stig, aðeins tveimur á eftir Val og Hetti í sætunum fyrir ofan.
Haukar hófu leikinn af miklum krafti og voru tíu stigum yfir, 22:12, að loknum fyrsta leikhluta.
Heimamenn í Hetti tóku sig hins vegar til og sneru taflinu við undir lok annars leikhluta og leiddu með einu stigi, 38:39, í hálfleik.
Í síðari hálfleik byrjaði Höttur af krafti og komst fljótt sex stigum yfir, 40:46. Haukar létu það lítið á sig fá og ekki leið á löngu þar til gestirnir voru búnir að snúa taflinu við í 62:55.
Hattarmenn löguðu hins vegar stöðuna á ný og var munurinn aðeins tvö stig, 64:62, að loknum þriðja leikhluta.
Haukar byrjuðu fjórða og síðasta leikhluta vel og komust í 69:62. Gestirnir héldu sjö stiga forystu um stund og voru svo komnir tíu stigum yfir, 81:71, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Staðan var 85:74 þegar rúmar tvær og hálf mínúta voru eftir.
Það sem eftir lifði leiks saxaði Höttur á forskot Hauka, sem unnu að lokum góðan þriggja stiga sigur.
Reynsluboltinn Everage Richardson var stigahæstur hjá Haukum með 23 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar.
Justin Roberts var stigahæstur í leiknum með 26 fyrir Hött.
MVA-höllin Egilsstöðum, Bónus deild karla, 03. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 4:7, 6:13, 12:15, 12:22, 16:28, 24:32, 31:35, 39:38, 51:45, 55:56, 60:62, 62:64, 66:69, 71:77, 74:85, 86:89.
Höttur: Justin Roberts 26/4 fráköst, Obadiah Nelson Trotter 18, Nemanja Knezevic 17/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gedeon Dimoke 8, Adam Heede-Andersen 7, Adam Eiður Ásgeirsson 5/4 fráköst, Gustav Suhr-Jessen 5/4 fráköst.
Fráköst: 18 í vörn, 10 í sókn.
Haukar: Everage Lee Richardson 23/5 fráköst/6 stoðsendingar, Steven Jr Verplancken 15/5 fráköst, Hilmir Arnarson 14, De'sean Parsons 13/6 fráköst, Seppe D'Espallier 13/13 fráköst, Hugi Hallgrimsson 6, Hilmir Hallgrímsson 3, Birkir Hrafn Eyþórsson 2.
Fráköst: 30 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarni Rúnar Lárusson.
Áhorfendur: 276