Jón Axel Guðmundsson og samherjar hans hjá San Pablo Burgos sigruðu Cartagena örugglega, 112:84, í B-deild spænska körfuboltans í kvöld.
San Pablo er í toppsæti deildarinnar með fjórtán sigra og aðeins eitt tap eftir fimmtán umferðir.
Jón Axel átti flottan leik í kvöld og skoraði tólf stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu.