Stórleikur Jókersins dugði ekki til

Victor Wembanyama og Nikola Jokic í leiknum í nótt.
Victor Wembanyama og Nikola Jokic í leiknum í nótt. AFP/ Matthew Stockman

Victor Wembanyama var hetja San Antonio Spurs í 113:110-sigri liðsins gegn Denver Nuggets í bandarísku NBA-deildinni í nótt.

Wembanyama komst inn í sendingu frá Nikola Jokic þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði San Antonio sigurinn. Auk þess var hann atkvæðamestur í liðinu en hann skoraði 35 stig og tók 18 fráköst.

Jokic var atkvæðamestur fyrir Denver með 41 stig, 18 fráköst og níu stoðsendingar.

 

LeBron James var atkvæðamestur fyrir LA LAkers þegar liðið hafði betur gegn Atlanta Hawks, 119:102.

LeBron skoraði 30 stig fyrir Los Angeles sem er í fjórða sæti deildarinnar en Trae Young var atkvæðamestur fyrir Atlanta með 33 stig.

Önnur úr­slit:

Detroit Pistons - Charlotte Hornets 98:94

Toronto Raptors - Orlando Magic 97:106

Oklahoma City Thunder - New York Knicks 117:107

New Orleans Pelicans - Washington Wizards 132:120

Houston Rockets - Boston Celtics 86:109

Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 122:134

Sacramento Kings - Memphis Grizzlies 138:133

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert