Victor Wembanyama var hetja San Antonio Spurs í 113:110-sigri liðsins gegn Denver Nuggets í bandarísku NBA-deildinni í nótt.
Wembanyama komst inn í sendingu frá Nikola Jokic þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði San Antonio sigurinn. Auk þess var hann atkvæðamestur í liðinu en hann skoraði 35 stig og tók 18 fráköst.
Jokic var atkvæðamestur fyrir Denver með 41 stig, 18 fráköst og níu stoðsendingar.
JOKER x WEMBY ⚔️
— NBA (@NBA) January 4, 2025
Two of the NBA's best big men dueled it out with the @spurs coming out on top!
Jokić: 41 PTS, 18 REB, 9 AST
Wembanyama: 35 PTS, 18 REB, 4 3PM, 2 BLK pic.twitter.com/NWChDhoq8s
LeBron James var atkvæðamestur fyrir LA LAkers þegar liðið hafði betur gegn Atlanta Hawks, 119:102.
LeBron skoraði 30 stig fyrir Los Angeles sem er í fjórða sæti deildarinnar en Trae Young var atkvæðamestur fyrir Atlanta með 33 stig.
Detroit Pistons - Charlotte Hornets 98:94
Toronto Raptors - Orlando Magic 97:106
Oklahoma City Thunder - New York Knicks 117:107
New Orleans Pelicans - Washington Wizards 132:120
Houston Rockets - Boston Celtics 86:109
Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 122:134
Sacramento Kings - Memphis Grizzlies 138:133