Þórsarar upp í annað sæti

Eva Wium Elíasdóttir skoraði 14 stig fyrir Þór.
Eva Wium Elíasdóttir skoraði 14 stig fyrir Þór. Ljósmynd/Egill Bjarni

Þór frá Akureyri fór upp í annað sæti úrvalsdeildar kvenna í körfubolta með sannfærandi útisigri á Grindavík, 84:64, í Smáranum í dag.

Þór er með 16 stig, eins og Njarðvík, fjórum stigum frá toppliði Hauka. Grindavík er á botninum ásamt Aþenu með aðeins sex stig.

Þórsarar byrjuðu með látum og unnu fyrsta leikhlutann 26:9. Þór bætti í forskotið í öðrum leikhluta og voru hálfleikstölur 45:21. Voru Grindvíkingar ekki líklegir til að jafna í seinni hálfleik.

Esther Fokke skoraði 27 stig fyrir Þór og Amandine Toi gerði 22. Ólöf Rún Óladóttir skoraði 22 stig og tók tíu fráköst fyrir Grindavík. Hulda Björk Ólafsdóttir gerði 16 stig.

Grindavík - Þór Ak. 64:84

Smárinn, Bónus deild kvenna, 04. janúar 2025.

Gangur leiksins:: 0:4, 2:20, 5:22, 9:26, 9:33, 13:33, 15:38, 21:45, 24:52, 32:57, 35:60, 39:64, 42:71, 51:71, 56:78, 64:84.

Grindavík: Ólöf Rún Óladóttir 22/10 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 16/4 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 9/11 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 8, Sóllilja Bjarnadóttir 6, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 3/6 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Þór Ak.: Esther Marjolein Fokke 27/6 fráköst, Amandine Justine Toi 22/6 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 14/6 fráköst, Natalia Lalic 8/6 fráköst, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 7, Madison Anne Sutton 4/26 fráköst, Katrín Eva Óladóttir 2.

Fráköst: 41 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 59

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert