Stjarnan fjarlægðist fallsætin

Katarzyna Anna Trzeciak hjá Stjörnunni og Lynn Aniquel Peters úr …
Katarzyna Anna Trzeciak hjá Stjörnunni og Lynn Aniquel Peters úr Aþenu eigast við í kvöld. mbl.is/Karítas

Stjarnan vann kærkominn sigur á Aþenu, 79:71, á heimavelli sínum í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Garðabænum í kvöld.

Stjarnan er í sjötta sæti með átta stig. Aþena er á botninum með sex stig, tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Stjörnukonur töpuðu sex af síðustu átta leikjum sínum á síðasta ári og höfðu tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld.  Aþena hefur nú tapað fimm í röð.

Aþenukonur byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhluta 30:20. Stjarnan svaraði í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 40:39, Aþenu í vil.

Aþena var svo með níu stiga forskot, 59:50, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þar voru Stjörnukonur mun sterkari og tryggðu sér sigurinn.

Denia Davis-Stewart skoraði 23 stig og tók níu fráköst fyrir Stjörnuna. Ana Clara Paz gerði 19 stig.

Katrina Eliza Trankale skoraði 17 stig fyrir Aþenu og Violet Morrow skoraði 16 stig.

Stjarnan - Aþena 79:71

Umhyggjuhöllin, Bónus deild kvenna, 07. janúar 2025.

Gangur leiksins:: 4:5, 10:15, 15:21, 20:30, 25:30, 31:30, 33:30, 39:40, 45:43, 45:48, 49:48, 51:58, 55:58, 63:60, 72:65, 79:71.

Stjarnan: Denia Davis- Stewart 23/9 fráköst/3 varin skot, Ana Clara Paz 19/4 fráköst, Katarzyna Anna Trzeciak 13, Kolbrún María Ármannsdóttir 12/6 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 6/4 fráköst, Berglind Katla Hlynsdóttir 2, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 2/5 fráköst, Fanney María Freysdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Aþena: Katrina Eliza Trankale 17, Violet Morrow 16/6 fráköst, Ajulu Obur Thatha 10, Ása Lind Wolfram 9/3 varin skot, Lynn Aniquel Peters 8/6 fráköst, Barbara Ola Zienieweska 5/8 fráköst, Gréta Björg Melsted 2, Teresa Sonia Da Silva 2/5 stoðsendingar, Hanna Þráinsdóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson, Arvydas Kripas.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert