Valur hafði betur gegn Tindastóli, 73:64, á heimavelli í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á Hlíðarenda í kvöld.
Valskonur eru nú með tíu stig í 6.-8. sæti, fjórum stigum fyrir ofan Aþenu og Grindavík sem eru í slæmum málum í tveimur neðstu sætunum.
Tindastóll er áfram með 16 stig, eins og Njarðvík, Þór frá Akureyri og Keflavík, sex stigum á eftir toppliði Hauka.
Valsliðið var með undirtökin allan tímann og var staðan eftir fyrsta leikhluta 21:12 og hálfleikstölur 37:25.
Tindastóll minnkaði muninn í fimm stig fyrir fjórða leikhluta, 57:53. Valskonur héldu hins vegar fast í forskotið í lokaleikhlutanum og sigldu níu stiga sigri í höfn.
Alyssa Cerino var stigahæst í jöfnu liði Vals með 16 stig. Guðbjörg Sverrisdóttir kom sterk af bekknum og gerði ellefu stig.
Edyta Ewa Falenzcyk skoraði 17 stig fyrir Tindastól og þær Randi Brown og Oumoul Coulibaly voru með tólf hvor.
N1-höllin á Hlíðarenda, Bónus deild kvenna, 07. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 4:2, 12:8, 17:10, 21:12, 25:19, 29:19, 33:23, 37:25, 41:34, 47:41, 53:45, 57:53, 59:56, 61:58, 66:58, 73:64.
Valur: Alyssa Marie Cerino 16/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10, Ásta Júlía Grímsdóttir 9/6 fráköst, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 8/6 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Maria Kolyandrova 8, Sara Líf Boama 6/8 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 5.
Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.
Tindastóll: Edyta Ewa Falenzcyk 17/6 fráköst, Randi Keonsha Brown 12/6 fráköst, Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 12, Ilze Jakobsone 11/8 fráköst/7 stoðsendingar, Brynja Líf Júlíusdóttir 10/8 fráköst, Inga Sólveig Sigurðardóttir 2/4 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Birgir Örn Hjörvarsson, Aron Rúnarsson.
Áhorfendur: 74