Njarðvíkingurinn bestur í Grikklandi

Elvar Már Friðriksson lék mjög vel í kvöld.
Elvar Már Friðriksson lék mjög vel í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Gríska liðið Maroussi vann spennuleik gegn Porto frá Portúgal á heimavelli sínum í Evrópubikar karla í körfubolta í kvöld. Urðu lokatölur 82:81.

Elvar Már Friðriksson var framlagshæstur allra hjá Maroussi, skoraði 14 stig, tók þrjú fráköst og gaf átta stoðsendingar á 29. mínútum hjá Maroussi.

Zaragoza frá Spáni, Tofas frá Tyrklandi og Maroussi eru jöfn með fjögur stig eftir þrjár umferðir í K-riðli. Porto rekur lestina án stiga.

Tryggvi Snær Hlinason og samherjar hans hjá Bilbao frá Spáni höfðu betur gegn Le Portel frá Frakklandi á heimavelli, 74:65.

Tryggvi skoraði sjö stig og tók fjögur fráköst á 22 mínútum. Bilbao er á toppnum með fullt hús stiga í L-riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert