Grindvíkingar lögðu Hauka að velli þegar liðin mættust í þrettándu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, 79:71.
Grindavík er þá komin með 14 stig eins og Keflavík í fjórða og fimmta sætinu en Haukar sitja áfram á botni deildarinnar með 6 stig.
Grindvíkingar voru með undirtökin í fyrsta leikhluta og staðan var 25:18 að honum loknum. Þeir héldu svipuðu forskoti og voru yfir í hálfleik, 47:39.
Svipaður munur hélst frameftir síðari hálfleik og staðan eftir þriðja leikhluta var 67:57, Grindvíkingum í hag.
Haukar hleyptu spennu í leikinn með því að minnka muninn í fimm stig, 74:69, þegar þrjár mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki.
Deandre Kane skoraði 22 stig fyrir Grindavík, Daniel Mortensen 15 og Jordan Aboudou 13.
Everage Richardson skoraði 20 stig fyrir Hauka og Steven Verplancken 16.
Gangur leiksins:: 2:5, 9:9, 16:13, 25:18, 31:21, 35:28, 41:34, 47:39, 52:45, 57:49, 63:52, 67:57, 67:57, 71:64, 74:69, 79:71.
Grindavík: Deandre Donte Kane 22/9 fráköst, Daniel Mortensen 15/8 fráköst/6 stoðsendingar/7 varin skot, Devon Tomas 14/6 fráköst, Jordan Aboudou 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Valur Orri Valsson 2, Oddur Rúnar Kristjánsson 2/6 fráköst.
Fráköst: 29 í vörn, 16 í sókn.
Haukar: Everage Lee Richardson 20/7 fráköst, Steven Jr Verplancken 16, De'sean Parsons 13/11 fráköst/7 stoðsendingar, Hilmir Arnarson 6, Seppe D'Espallier 5/5 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 4, Birkir Hrafn Eyþórsson 4, Hugi Hallgrimsson 3.
Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: .
Áhorfendur: 204