San Pablo Burgos hafði betur gegn Estudiantes, 95:91, í toppslag í B-deild spænska körfuboltans á útivelli í dag.
Jón Axel Guðmundsson átti flottan leik fyrir San Pablo, skoraði 12 stig, tók þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar á 28 mínútum.
San Pablo er í toppsæti deildarinnar með 15 sigra eftir 16 leiki. Estudiantes er í sætinu fyrir neðan með 14 sigra.