Stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins í Cleveland

Andrew Nembhard fór mikinn í nótt.
Andrew Nembhard fór mikinn í nótt. AFP/Emile Chinn

Andrew Nembhard var stigahæstur hjá Indiana Pacers þegar liðið vann sinn sjötta leik í röð gegn toppliði Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfuknattleik í Cleveland í nótt.

Leiknum lauk með nokkuð öruggum sigri Indiana, 108:93, en Nembhard skoraði 19 stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Cleveland hafði unnið tólf leiki í röð fyrir leik næturinnar en liðið er í efsta sæti Austurdeildarinnar með 33 sigra og fimm töp. Indiana er með 22 sigra og 18 töp í fimmta sæti deildarinnar.

Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:

Phoenix – Charlotte 120:113
Utah – Brooklyn (frl.) 112:111
Boston – New Orleans 120:119
Cleveland – Indiana 93:108
Orlando – Philadelphia 104:99
Washington – Oklahoma 95:136
Chicago – Sacramento 119:124
Dallas – Denver 101:112
New York – Milwaukee 140:106

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert