Guðbjörg Sverrisdóttir, körfuboltakona úr Val, jafnaði í kvöld leikjamet úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik þegar lið hennar heimsótti Hauka á Ásvelli en viðureign liðanna hófst klukkan 19.15.
Guðbjörg, sem er 32 ára gömul, lék sinn 382. leik í deildinni og náði með því Sigrúnu Ámundadóttur sem lék 382 leiki á sínum tíma.
Guðbjörg lék fyrst með Haukum í febrúar árið 2007 og varð tvisvar Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með félaginu. Hún lék síðan með Hamri í tvö ár en gekk síðan til liðs við Val og hefur þar leikið 307 af þessum 382 leikjum.
Með Val hefur Guðbjörg þrisvar orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari.
Stattnördarnir á Facebook fjalla nánar um þetta afrek Guðbjargar: