Grindvíkingar með liðsauka í kvöld

Valur Orri Valsson og félagar í Grindavík mæta Hetti á …
Valur Orri Valsson og félagar í Grindavík mæta Hetti á Egilsstöðum í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Grindvíkingar tefla fram nýjum leikmanni í kvöld þegar þeir mæta Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum en viðureign liðanna var að hefjast.

Þeir hafa fengið til sín hollenskan framherja, Lagio Grantsaan, en hann er 2,03 metrar á hæð og lék með Vrijetnosnice Osijek í efstu deild Króatíu fyrri hluta tímabilsins.

Síðasta vetur lék hann með Næstved í dönsku úrvalsdeildinni og þar á undan með Den Bosch í BNXT-deild Hollands og Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert