Elvar drjúgur í mikilvægum sigri

Elvar Már Friðriksson í leik með Maroussi.
Elvar Már Friðriksson í leik með Maroussi. Ljósmynd/FIBA

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson átti góðan leik fyrir Maroussi er liðið hafði betur gegn Panionios, 65:64, í efstu deild gríska körfuboltans í kvöld.

Elvar var atkvæðamikill fyrir Maroussi en hann skoraði 13 stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu á 24 mínútum.

Maroussi er í tíunda sæti deildarinnar með fimm sigra eftir 15 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka