LeBron öflugur í naumum sigri

LeBron James skoraði 29 stig í nótt.
LeBron James skoraði 29 stig í nótt. AFP/Katelyn Mulcahy/

LeBron James var atkvæðamestur fyrir LA Lakers í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið sigraði Brooklyn Nets, 102:101.

LeBron skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar í sigrinum. Hjá Brooklyn var D'Angelo Russell atkvæðamestur en hann skoraði 19 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar gegn sínu gamla liði. Russell klúðraði þriggja stiga skoti þegar 2,6 sekúndur voru eftir af leiknum og LA vann annan leik liðsins í röð.

Anthony Edwards skoraði 36 stig, tók 13 fráköst og gaf sjö stoðsendingar í 116:99-sigri Minnesota Timberwolves gegn New York Knicks. Jalen Brunson var atkvæðamestur fyrir New York með 26 stig.

 Önnur úrslit: 

Boston Celtics - Orlando Magic 121:94

Chicago Bulls - Charlotte Hornets 123:125

 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 136:123

Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 130:112

Miami Heat - Denver Nuggets 113:133

Dallas Mavericks - Oklahoma City 106:98

San Antonio spurs -  Memphis Grizzlies 112:140

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert