Þór Akureyri hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum bikars kvenna í körfubolta eftir sigur gegn Haukum, 94:87, á Akureyri í dag.
Þór var með yfirhöndina nær allan leikinn en staðan í hálfleik var 52:41 fyrir Þór. Þórsarar náðu að stækka forystuna í 13 stig þegar þriðja leikhluta lauk, 77:64.
Haukar settu smá pressu á Þór í lokin og náðu að minnka muninn í fjögur stig, 87:83. Nær komust Haukar þó ekki og unnu Þórsarar sjö stiga sigur, 94:87.
Esther Marjolein Fokke og Amandine Toi voru stigahæstar hjá Þór með 21 stig hvor.
Í liði Hauka var Lore Devos atkvæðamest með 23 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar.