Litháarnir Domantas Sabonis og Jonas Valanciunas voru báðir með tvöfalda tvennu þegar lið þeirra Sacramento Kings og Washington Wizards mættust í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Leiknum lauk með sigri Sacramento, 123:100.
Sabonis var stigahæstur í leiknum með 29 stig fyrir Sacramento og var nálægt tröllatvennu er hann tók einnig 18 fráköst.
Valanciunas var stigahæstur hjá Washington með 23 stig og 12 fráköst.
Serbinn Nikola Jokic, Jókerinn, sneri aftur í lið Denver Nuggets eftir að hafa misst af einum leik vegna olnbogameiðsla og var með þrefalda tvennu í 113:100-sigri á Orlando Magic.
Jókerinn skoraði 20 stig, tók 14 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Liðsfélagi hans Christian Braun var einnig með 20 stig og tók 11 fráköst.
Önnur úrslit:
Miami – San Antonio 128:107
Milwaukee – Philadelphia 123:109
Oklahoma City – Brooklyn 127:101
LA Clippers – LA Lakers 116:102
Portland – Chicago 113:102