Íslandsmeistararnir áfram á sigurbraut

Jasmine Dickey var stigahæst í kvöld.
Jasmine Dickey var stigahæst í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jasmine Dickey var stigahæst hjá Íslandsmeisturum Keflavíkur þegar liðið tók á móti nýliðum Hamars/Þórs í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Keflavík í kvöld.

Leiknum lauk með sjö stiga sigri Keflavíkur, 84:77, en Dickey skoraði 16 stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.

Þetta var annar sigurleikur Keflavíkur í röð en liðið er með 20 stig í þriðja sæti deildarinnar á meðan Hamar/Þór, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er í áttunda sætinu með 10 stig.

Hamar/Þór leiddi með þremur stigum að fyrsta leikhluta loknum, 25:22, en Keflavík snéri leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og leiddi með átta stigum í hálfleik, 48:40. 

Keflvíkingar voru mun sterkari í þriðja leikhluta og leiddu með 13 stigum að honum loknum, 70:57. Hamar/Þór tókst ekki að snúa leiknum sér í vil í fjórða leikhluta.

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 14 stig fyrir Keflavík, tók sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu en Hana Ivanusa var stigahæst hjá Hamri/Þór með 16 stig, sex fráköst og eina stoðsendingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert