Skipta Dana út fyrir Svía

Paulina Hersler er gengin til liðs við Njarðvík.
Paulina Hersler er gengin til liðs við Njarðvík. Ljósmynd/Njarðvík

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við sænska framherjann Paulinu Hersler um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil. Á sama tíma hefur Njarðvík sagt upp samningi dönsku landsliðskonunnar Enu Viso.

Hersler er þrítug, 190 sentimetrar á hæð og hefur komið víða við á ferlinum. Hún lék síðast í Egyptalandi og hefur einnig spilað á Spáni, Slóveníu, Ítalíu, Tyrklandi, Ísrael og Bretlandi auk þess að spila í bandaríska háskólaboltanum.

Viso hafði verið á mála hjá Njarðvík frá því um haustið 2023 og er í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þakkað fyrir sitt framlag og óskað góðs gengis í næstu skrefum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert